555-555-5555
mymail@mailservice.com
FFélagsmiðstöðvastarf Fjörheima byggir á hugmyndafræði unglingalýðræðis sem felur í sér áhrif ungmenna á starfið. Unglingaráð Fjörheima er valið í byrjun hvers skólaárs og starfar allan veturinn. Í ráðinu sitja fulltrúar frá hverjum skóla í Reykjanesbæ. Tekið er við umsóknum í ráðið í byrjun hvers skólaárs.
Meginmarkmið unglingaráðs Fjörheima er að koma saman og skipuleggja viðburði á vegum félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima. Unglingaráð Fjörheima kemur einnig að dagskrárgerð og skipulagi klúbbastarfs.
Unglingaráð Fjörheima gefur meðlimum tækifæri til þess að kynnast ungmennum úr öðrum grunnskólum í Reykjanesbæ. Ráðið skapar vettvang fyrir ungmenni til að auka félags- og samskiptafærni, læra að bera ábyrgð og hafa frumkvæði. Starfsmenn eru þeim ávallt til taks sem leiðbeinendur eða aðstoðarmenn. Einnig fá meðlimir frítt á alla sérstaka viðburði Fjörheima.
Megináherslur í starfi Unglingaráðs Fjörheima eru skemmtanagildi, lýðræði, virkni, forvarnir og aukið sjálfstraust. Lögð er áhersla á það að ungmennin hafi gaman að því að vera í ráðinu ásamt því að styrkja jákvæða sjálfsmynd og stuðla að heilbrigðum lífsstíl ungmenna.
Ætlast er til að meðlimir séu til fyrirmyndar og neyti þar af leiðandi ekki tóbaks eða vímuefna, mæti á 4 viðburði hjá Fjörheimum í hverjum mánuði og á alla fundi Unglingaráðsins. Meðlimir Unglingaráðsins eru tengiliðir Fjörheima í hverjum skóla og því er æskilegt að þau að kynni sér starfið til að geta svarað spurningum bekkjarfélaga sinna.