logo

Salaleiga í Fjörheimum

Leiga á sal 

Innifalið í leigu er afnot af stóra sal Fjörheima, innangengt af honum er bíósalur og kósý herbergi sem er einnig innifalið. Í aðstöðunni eru borð, stólar, vaskur og þrjú salerni en leigutaki sér sjálfur um að koma með allar veitingar, drykki, glös, diska, ruslapoka og tusku til að þurrka af borðum. Leigjendur sjá um að ganga vel um og taka allt rusl með sér (ruslið má setja í gám fyrir framan hús). Fjörheimar/88húsið er umhverfisvæn stofnun og því biðjum við leigutaka um að flokka allt rusl eins vel og mögulegt er í almennt sorp, plast, pappír og lífrænt. Starfsmaður er á staðnum á meðan afmæli stendur. Starfsmaður frá Fjörheimum tekur á móti hópnum og fer yfir hvar allt er í salnum og hvernig allt virkar. Starfsmaðurinn er síðan aðgengilegur inn í eldhúsi Fjörheima ef eitthvað kemur upp.


Miðað er við að hópurinn sé allt að 30-35 börn. Vinsamlegast athugið að afnot af aðstöðunni telst inn í leigutíma. Salurinn er leigður í 90 mínútur. Það má mæta og undirbúa 15 mínútum fyrir leigutíma. Leiga í 90 mínútur kostar 20.000 kr. Hægt er að leiga salinn í lengri tíma en 90 mín en þá er annaðhvort hægt að taka frá tvær bókanir á sama degi í röð eða senda póst á fjorheimar@reykjanesbaer.is

Greiðslur eru afgreiddar í noona appinu og virka þannig að allt leiguverðið er greitt fyrirfram, hægt er að afbóka og fá endurgreitt með tveggja sólarhrings fyrirvara en ef afbókað er með minni fyrirvara þá áskiljum við okkur þann rétt að endurgreiða ekki leiguverðið. Ef þið eruð með einhverjar spurningar varðandi endurgreiðslur eða almennar spurningar varðandi salaleigu í Fjörheimum þá er hægt að senda okkur póst á fjorheimar@reykjanesbaer.is


Reglur fyrir leigutaka: 

  • Allir boltaleikir fara fram í stóra sal Fjörheima
  • Það er ekki í boði að fara með hluti úr stóra salnum inn í Bíósal og kósý herbergi
  • Skilyrði að það sé alltaf að minnsta kosti einn fullorðinn einstaklingur inni í sal. 
  • Leigutaki ber fulla ábyrgð á þeim einstaklingum sem eru á hans vegum í salnum. 
  • Ekki skal neyta matvæla og drykkja inni í bíósal. 
  • Ef tjón verður á áhöldum í Fjörheimum er leigutaka gert að bæta tjónið. 
  • Innifalið í leigugjaldi er eingöngu aðgangur að Stóra sal, bíósal og kósý herbergi. Það má ekki fara inn í Listasmiðju, Kjallara eða á 2.hæð
  • Gætið vel að börnunum því auðvelt er að slasa sig ef ekki er farið varlega. 
  • Leigutaki kemur með sinn eigin borðbúnað og veitingar og tusku til að þurrka af borðum. 
  • Leigutaki skilar salnum af sér eins og hann tekur við honum. Sópar, hendir rusli og þurrkar af borðum. 
  • Athugið rusli skal henda í gáma fyrir utan Fjörheima
  • Ekki er í boði að nota ruslatunnur eða flokkunartunnur sem eru inni í húsinu, nema þá ef þið losið ruslið og farið með það út í gám.


Hægt er að bóka í glugganum hér fyrir neðan eða á noona.is eða í noona appinu

Noona.is - https://noona.is/fjorheimarafmaelisleiga

Noona appið er fáanlegt á bæði app store (iphone) og play store (Android)

Share by: