logo

Klúbbar og sértækt hópastarf

Í Fjörheimum/88 húsinu eru fjölmargir öflugir klúbbar og annað hópastarf sem er ýmist á vegum Fjörheima eða annarra hópa úr samfélaginu. Ef þú vilt vera með klúbb eða hópastarf vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á fjorheimar@reykjanesbaer.is.

Unglingaráð Fjörheima

(8-10 bekkur) Skráning nauðsynleg

Unglingaráð Fjörheima er félagsmiðstöðvaráðið okkar og er skipað fulltrúum úr öllum skólum Reykjanesbæjar úr 8-10 bekk. Ráðið tekur allar ákvarðanir varðandi dagskrá opnu húsa og skipuleggur viðburði.

​Ráðið hittist alla miðvikudaga klukkan 17:00.


Unglingaráðið er lokað hópastarf og er valið í ráðið í byrjun skólaárs.


Umsjónarmenn Unglingaráðs Fjörheima:

Svala Rún og Logi Þór

Kósýklúbburinn:

(8.-10. bekkur) Frítt

Kósýklúbbur Fjörheima er fyrir öll sem vilja hafa það notalegt í öruggu umhverfi. Hópurinn hittist alla fimmtudaga klukkan 20:00 í kósý fíling og góðum félagsskap.


Umsjónarmenn kósýklúbbsins:

Inga Jódís og Betsý Ásta

Listaklúbburinn:

(8.-10. Bekkur) Frítt

Þessi klúbbur tekur á móti ungmennum sem vilja skemmtilega afþreyingu

eftir skóla og ekki er gerð nein krafa á kunnáttu í myndlist.

Í Listasmiðjunni munu nemendur hafa aðgang að efni til að gera öll þau

verkefni sem hægt er að ímynda sér og aðgang að verkfærum eins og

útskurðarvélum, sauma- og útsaumsvélum, hitapressu o.fl. Við hittumst á mánudögum og miðvikudögum frá 15:00-17:00


Umsjónarmaður listaklúbbsins:

Omar Rondon

Matarklúbburinn:

(8.-10. bekkur) Frítt

Í matarklúbbnum hittumst við og eldum allskyns góðan

mat saman! Við hittumst á fimmtudögum

kl. 20:00-21:30


Umsjónarmenn matarklúbbsins:

Óbó og Andri

Trendklúbburinn

(8.-10. Bekkur) Frítt

 Trendklúbburinn snýst fyrst og fremst um það að prófa allskonar skemmtileg “trend”. Við höfum til dæmis prófað að gera gúrkusalat, crumbl smákökur og frosna hlaupbangsa!

Við hittumst á þriðjudögum kl. 20:00-21:30


Umsjónarmenn klúbbsins:

Inga Jódís, Betsý og Andri

Tækni- og hönnunar klúbburinn:

(fyrir 8.-10. bekk) Frítt

Í þessum klúbbi hittumst við og ætlum að gera

allskonar skemmtilegt saman tengt tækni og hönnun!

Við hittumst á miðvikudögum kl. 17:00-18:30


Umsjónarmenn klúbbsins:

Helena & Óbó


Prjónakvöld 16+

(16-30 ára) Frítt

Prjónahittingar fyrir alla unga og upprennandi prjónaáhugamenn. Hópurinn hittist klukkan 20:00 öll mánudagskvöld, spjallar, skemmtir sér, og prjónar saman. Öll velkomnir

Umsjónarmaður Ull og vitleysu:

Dalrós Líndal

Uppspuni spunaspil

(fyrir 16 ára og eldri)

Uppspuni spunaspil fyrir 16 ára og eldri !

Hópurinn Uppspuni býður upp á Spunaspil fyrir ungmenni á aldrinum16 ára og eldri alla miðvikudaga frá 17.00 - 23.00 í 88 Húsinu Hafnargötu 88 í Reykjanesbæ. Öll velkomin.


Nánari Upplýsingar eru veittar á netfanginu uppspuni@gmail.com og eða í síma 699 1905

Share by: