Dagana 8.-14. júlí sl. tóku meðlimir Unglingaráðs Fjörheima þátt í ungmennaskiptum í Svíþjóð á vegum Erasmus+. Hópurinn tók þátt í hinum ýmsu verkefnum, vinnustofum og afþreyingu í vikunni með sænskum ungmennum frá Linköping. Leikir, íþróttir, þrautir og hópvinna var meðal annars á dagskrá. Þá heimsótti hópurinn meðal annars félagsmiðstöðvar UngPuls, The Swedish Airforce Museum, kirkju, bókasafn, sundlaug og almenningsgarða. Ungmennin voru einstaklega heppin með veður og náðu að sóla sig í geislunum frá þeirri gulu flesta dagana þrátt fyrir rigningu inn á milli.
Markmiðið með ungmennaskiptunum var að auka vitund ungmenna á Norðurlöndunum á unglingalýðræði og kynnast nýjum menningarheimum. Það má segja að markmiðinu hafi verið náð og gott betur en það en í lok ferðarinnar ígrundaði hópurinn saman liðna viku og lærðu allir eitthvað nýtt. Þetta höfðu ungmennin að segja eftir vikuna:
„Ég lærði að búa til efni fyrir samfélagsmiðla, eignaðist nýja vini og kynntist sænskri menningu“
„Ég er með meiri félagsfærni en áður, þessi ferð breytti svo miklu fyrir mig og ég er sjálfsöruggari“
„I learned to get to know other people that have a different backgrounds and to see that people also lives that are different the life you know in your country. This project opens up opportunities for us to travel and make some decisions that will define our lives for the rest of our lives. This is something that we are lucky to experience and something I'm grateful for.“
Meðlimir Unglingaráðs vilja þakka Erasmus fyrir tækifærið og UngPuls fyrir að taka á móti okkur.