Helgina 4.-6. október fór stjórn Unglingaráðs Fjörheima á Landsmót Samfés ásamt tveimur starfsmönnum. Á Landsmótinu bauð Linda, formaður Unglingaráðsins, sig fram í ungmennaráð Samfés og var kosin í ráðið! Á Landsmótinu voru fjölmargar smiðjur í boði fyrir þátttakendur og starfsmenn Fjörheima, þær Helena og Svala Rún, voru með hugleiðslu og núvitundarsmiðju. Það var svo haldið ball á laugardagskvöldinu og var mikið fjör þar. Á sunnudeginum var Landsþing Ungs Fólks, en þar ræddu ungmennin um mikilvæg málefni sem varða ungt fólk. Helgin var virkilega skemmtileg og áhugaverð!