555-555-5555
mymail@mailservice.com
Fjörheimar hafa tekið þátt í nokkrum Erasmus verkefnum á síðustu árum en starfsfólk skrifstofu Fjörheima tók þátt í slíku verkefni í Puumala í Finnlandi á dögunum. Markmið ferðarinnar var að kynnast fólki frá öðrum löndum sem hafa tekið, eða hafa áhuga á að taka, þátt í Erasmus verkefnum. Þar tóku þau meðal annars þátt í vinnustofum, verkefnum og umræðuhópum þar sem þau deildu reynslu sinni og fengu að fræðast meira um slík verkefni. Fólk frá Finnlandi, Möltu, Króatíu, Rúmeníu og Írlandi tóku þátt í þessu verkefni sem opnar á möguleika Fjörheima að taka þátt í fleiri verkefnum í enn fleiri löndum í Evrópu.
Við vonumst til þess að geta nýtt þá visku, reynslu og tengsl sem við höfum myndað í þessari viku í verkefni fyrir ungmenni félagsmiðstöðvarinnar í náinni framtíð.