logo

Heimsókn Fjörheima til Finnlands

May 14, 2024

Fjörheimar hafa tekið þátt í nokkrum Erasmus verkefnum á síðustu árum en starfsfólk skrifstofu Fjörheima tók þátt í slíku verkefni í Puumala í Finnlandi á dögunum. Markmið ferðarinnar var að kynnast fólki frá öðrum löndum sem hafa tekið, eða hafa áhuga á að taka, þátt í Erasmus verkefnum. Þar tóku þau meðal annars þátt í vinnustofum, verkefnum og umræðuhópum þar sem þau deildu reynslu sinni og fengu að fræðast meira um slík verkefni. Fólk frá Finnlandi, Möltu, Króatíu, Rúmeníu og Írlandi tóku þátt í þessu verkefni sem opnar á möguleika Fjörheima að taka þátt í fleiri verkefnum í enn fleiri löndum í Evrópu.


Við vonumst til þess að geta nýtt þá visku, reynslu og tengsl sem við höfum myndað í þessari viku í verkefni fyrir ungmenni félagsmiðstöðvarinnar í náinni framtíð.

By Svala Rún Magnúsdóttir February 5, 2025
By Svala Rún Magnúsdóttir February 4, 2025
By Svala Rún Magnúsdóttir January 30, 2025
Hér er hægt að skoða upplýsingar um hinsegin opnanir í Fjörheimum, sem eru alla mánudaga kl. 17:00-18:30
Eldri fréttir
Share by: