logo
Ráðherraheimsókn

Fréttir af starfi Fjörheima

By Svala Rún Magnúsdóttir November 18, 2024
Síðastliðinn fimmtudag var haldið glimmer ball í Hljómahöll fyrir ungmenni í 8.-10. bekk á Suðurnesjunum. Á svið stigu Daniil, Ízleifur og DJ Gugga! Það var ótrúlega gaman að sjá hvað þau sem mættu á ballið skemmtu sér vel og voru til fyrirmyndar. Takk fyrir að koma og skemmta ykkur fallega með okkur! Hér eru myndir frá kvöldinu sem Omar snillingur tók:
By Svala Rún Magnúsdóttir November 14, 2024
Hér eru mikilvægar upplýsingar og reglur fyrir glimmer ballið ✨
By Svala Rún Magnúsdóttir November 7, 2024
Unglingaráð Fjörheima kynnir: GLIMMER BALL MEÐ DANIIL - ÍSLEIF OG DJ GUGGU. MIÐASALA HEFST FÖSTUDAGINN 8.NÓVEMBER Í ÞINNI FÉLAGSMIÐSTÖÐ. Hlökkum til að sjá ykkur!
By Svala Rún Magnúsdóttir October 30, 2024
Hér er hægt að skoða dagskránna í Fjörheimum í nóvember. Við hlökkum til að sjá ykkur!
By Svala Rún Magnúsdóttir October 29, 2024
Á fimmtudaginn verður haldið hrekkjavöku diskótek fyrir 5.-7. bekk í Fjörheimum frá 17:00-18:30. Á diskóinu verður búningakeppni, leikir og dans. Unglingaráðið verður með sjoppu á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur!
By Svala Rún Magnúsdóttir October 23, 2024
Starfsmenn félagsmiðstöðva á Suðurnesjum (SamSuð) áttu nýverið viðburðaríka ferð til Króatíu þar sem þeir tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá. Ferðin var liður í samstarfsverkefni við menningarhús í Króatíu, en markmið hennar var að styrkja tengsl og þekkingu í félagsstarfi. Á meðan á dvöl þeirra stóð, lögðu starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar sitt af mörkum við að aðstoða á hátíð sem haldin var í menningarhúsi á staðnum. Hátíðin, sem fagnaði fjölbreyttri menningu og samfélagsþátttöku, vakti mikla lukku meðal íbúa og gesta. Starfsmennirnir tóku virkan þátt í undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar, sem gaf þeim innsýn í menningarstarfsemi á alþjóðavettvangi. Auk þess sóttu starfsmennirnir fyrirlestra þar sem fjallað var um félagsstarf með fólki á öllum aldri. Fyrirlestrarnir vöktu mikinn áhuga og gáfu þeim nýja sýn á mismunandi aðferðir til að efla félagslega þátttöku og tengslamyndun. Að þeirra sögn mun þessi nýja þekking nýtast í þeirra eigin félagsstarfi þegar heim er komið. Starfsmannaferðin til Króatíu reyndist því bæði fræðandi og skemmtileg, þar sem starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar gátu bæði lagt sitt af mörkum og aukið sína eigin þekkingu. “Þetta er dýrmæt reynsla sem styrkir okkur í starfinu heima,” sagði einn af þátttakendunum.
By Svala Rún Magnúsdóttir October 21, 2024
Helgina 4.-6. október fór stjórn Unglingaráðs Fjörheima á Landsmót Samfés ásamt tveimur starfsmönnum. Á Landsmótinu bauð Linda, formaður Unglingaráðsins, sig fram í ungmennaráð Samfés og var kosin í ráðið! Á Landsmótinu voru fjölmargar smiðjur í boði fyrir þátttakendur og starfsmenn Fjörheima, þær Helena og Svala Rún, voru með hugleiðslu og núvitundarsmiðju. Það var svo haldið ball á laugardagskvöldinu og var mikið fjör þar. Á sunnudeginum var Landsþing Ungs Fólks, en þar ræddu ungmennin um mikilvæg málefni sem varða ungt fólk. Helgin var virkilega skemmtileg og áhugaverð!
By Svala Rún Magnúsdóttir October 7, 2024
Þann 8.-15. október er lokað í Fjörheimum og Listasmiðju Reykjaness vegna starfsmannaferðar. Sjáumst eftir viku!
By Svala Rún Magnúsdóttir September 30, 2024
Í þessari viku er lýðheilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ. Hér getið þið skoðað dagskránna okkar í Fjörheimum þessa vikuna!
By Svala Rún Magnúsdóttir September 27, 2024
Það er nóg um að vera hjá okkur í Október! Hlökkum til að sjá ykkur <3
Show More

Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð

Share by: