Facebook.com Top Module Empty
Reglur
Reglur og Markmid FjörheimaUnglingar eru velkomnir í félagsmiðstöðina samkvæmt dagskrá hverju sinni, ef eftirfarandi reglum er fylgt.

1. Gestum Fjörheima ber að koma fram af prúðmennsku og háttvísi. Þeir ásamt starfsfólki skulu koma fram af fyllstu kurteisi hverjir við aðra.

2. Unglingar sýni góða umgengni og forðist óþarfa hávaða. Þeir fari vel með þau tæki og húsgögn sem eru á staðnum og nýti sér þær ruslafötur sem eru staðsettar víðs vegar um húsnæðið.

3. Neysla áfengis og/eða vímuefna er óheimil í/og við Fjörheima. Verði unglingur staðinn að, eða leiki grunur á neyslu eða meðferð slíkra efna, er kallað umsvifalaust á forráðamann og/eða aðra er málið varðar og unglingurinn sóttur. Ef grunur reynist réttur missir unglingurinn um leið rétt til að stunda skemmtanir næsta mánuðinn í félagsmiðstöðvum á Suðurnesjum. Sé skemmtunin á vegum skólans varðar það brottrekstur úr skóla um ákveðinn tíma.

4. Reykingar eru bannaðar í Fjörheimum og á lóð Fjörheima. Reynist unglingur vera með tóbak í fórum sínum skal það gert upptæk og því eytt. Við annað brot missir unglingurinn rétt á að stunda skemmtanir í Fjörheimum í mánuð.

5. Utanyfirfatnaður skal hengdur í fatahengi. Engin ábyrgð er tekin á fatnaði og öðrum eigum þeirra sem sækja félagsmiðstöðina.

6. Öllum ágreiningi sem upp kann að koma í málum þeim sem reglurnar taka til skal vísa til forstöðumanns. Samþykkt á tómstunda-og íþróttaráðsfundi í október 1998.

Forvarnir í Fjörheimum:
leiðir og markmið


Í starfi Fjörheima er lögð áhersla á starf með unglingum á aldrinum 13-16 ára sem byggir á hornsteinum lýðræðis. Einkunnarorðin eru: áhugi, virkni, þátttaka og ábyrgð. Framkvæmd: Unglingaráð og Fjörleikur Fjörheima. Unglingaráð Fjörheima er skipað tveimur fulltrúum úr grunnskólum Reykjanesbæjar. Fjörleikurinn er breskur leikur með unglingalýðræði að leiðarljósi.

Félagsmiðstöðin skal leggja áherslu á að efla félags- og tilfinningaþroska. Leið til framkvæmda: unglingum í Fjörheimum er gefinn kostur á að framkvæma í stað þess að vera einungis áhorfendur.

Fjörheimar eiga því að vera opnir fyrir áhrifum unglingamenningar, þannig að flestir finni eitthvað við sitt hæfi í starfi félagsmiðstöðvarinnar. T.d. hjólabretti, veggjalist, rappáhugi og margt fleira.

Sérstaklega skal leitast við að ná til unglinga sem ekki njóta sín í öðru æskulýðsstarfi. Það gerum við í gegnum Fjörleikinn. Allir fá sömu tækifæri óháð námsgetu og heimilisaðstæðum.

Félagsmiðstöðin skal halda úti markvissri fræðslu-, forvarnar- og leitarstarfi og beita fjölbreyttum aðferðum við að auka líkur á árangri á þeim vettvangi. T.d. í gegnum heimasíðu Fjörheima og með forvarnar- og fræðslukvöldum sem eru haldin reglulega í Fjörheimum.


Starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar skulu leitast við að byggja upp jákvæða sjálfsmynd unglingsins. Það gerir starfsfólk með því að bregðast ávallt við neikvæðri hegðun og vera jákvæð fyrirmynd í leik og starfi.


Til að ná settum markmiðum skal félagsmiðstöðin leitast við að hafa gott samstarf við ýmsa aðila, s.s. unglinga í Reykjanesbæ, félagsmálastofnun, skóla, foreldra, lögreglu, aðrar félagsmiðstöðvar, aðrar stofnanir, félög og samtök sem vinna að unglingamálum.

Fjorheimar.is