Facebook.com Top Module Empty
Útideild
Útideildin

Mottó Útideildar:

Trúnaður endar við lögbrot

Útideildin hóf starfsemi sína í bæjarfélaginu veturinn 1991. Útideildin heyrir undir menningar-íþrótta og tómstundaráð Reykjanesbæjar. Starfsmenn Útideildar eru jafnframt starfsmenn í félagsmiðstöðinni Fjörheimum. Einn starfsmaður er á vakt sem hefst um miðnættið á föstudags- og laugardagskvöldum og eru fram eftir nóttu svo lengi sem þurfa þykir.

Markmið Útideildarinnar eru að;

* starfa á vettvangi þar sem unglingarnir eru hverju sinni með það að markmiði að kynnast unglingunum og skapa gagnkvæmt traust.
* safna saman upplýsingum sem gefa mynd af núverandi lífsskilyrðum ungmenna og koma þeim á framfæri við samstarfsaðila.
* stuðla að því að reglum um útivistartíma sé framfylgt í samstarfi við lögreglu, foreldrafélög og barnaverndaryfirvöld.
* beita þrýstingi til að leysa upp óæskilega hópamyndun eftir að útivistartíma lýkur og sporna gegn óæskilegri hegðun. (Beitt er úrtölum og afskiptum og setur eftirlitið sig í samband við forráðamenn ef við verður komið).
* benda lögreglu á eftirlitslaus samkvæmi og kalla til barnaverndaryfirvöld ef þurfa þykir.
* leita uppi hópa og einstaklinga sem þurfa á stuðningi/aðstoð að halda.
* hvetja þá unglinga sem þurfa að nýta sér þau úrræði sem eru í boði til að fá viðeigandi hjálp.
* vekja áhuga unglinga á að stunda skóla, vinnu, tómstundir, jákvætt líferni og efla félagsþroska.


Starfshættir

Starfsemi Útideildar fer fram allar helgar ársins. Einn starfsmaður er á vakt og hefur hann til umráða bíl og GSM síma. Númerið er 891-9101. Ekið er um bæinn og farið á þá staði sem talið er líklegt að unglingar safnist saman. Einnig er fylgst vel með vínveitingahúsum bæjarins og lögreglustöð heimsótt. Útideildin heldur skýrslur yfir helstu atriði meðan á eftirliti stendur. Til er staðlað form þar sem eftirfarandi þættir koma fram;
· hvenær eftirlit er hafið og það tilkynnt um leið til lögregluvarðstjóra með upplýsingum hver sé á vaktinni og símanúmer starfsmanns.
· aðstæður á vettvangi og nöfn þeirra sem hlest eru á vettvangi. Afskipti og hvað sé til athugunar og eftirfylgdar síðar.
· tilkynnt til lögreglu að eftirliti sé hætt.

Samvinna við lögreglu

Útideildin miðlar upplýsingum til lögreglu og vekur athygli á málum er varða unglinga og nýtist þeim í starfi. Útideildin starfar á vettvangi með lögreglu í málefnum er varðar aldurstakmarkanir á vínveitingahúsum. Ástandsfundir með lögreglu eru haldnir á tveggja mánaða fresti. Þar skiptast menn á skoðunum um ástand í málefnum barna og ungmenna og leitast við að setja upp fyrirbyggjandi aðgerðir sé þess þörf.

Samvinna við barnaverndaryfirvöld

Náið samstarf er milli barnaverndaryfirvalda og Útideildar. Barnaverndaryfirvöld fá mánaðarlega ábendingar um þau málefni sem Útideild telur rétt að vekja athygli á.

Samvinna við foreldrasamtök og skóla

Útideild kynnir starfsemi sína á aðalfundi foreldrafélaganna ár hvert sé þess óskað. Útideildin lætur skólum upplýsingar í té ef þess er óskað. Útideildin kynnir starfsemi sína í efstu bekkjardeildum skólanna ár hvert.

Fjorheimar.is