Facebook.com Top Module Empty
Starfsfólk
Starfsfólk Fjörheima og 88 Hússins


Starfslýsing 100% starfsmanns í félagsmiðstöðinni Fjörheimum

Starfsheiti : Tómstundaleiðbeinandi Félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima.
Deild : Menningar- íþrótta- og tómstundasvið.
Yfirmaður : Tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar

Markmið starfsins:

· Ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd á ákveðnu fyrirfram skilgreindu verkefni á sviði félags- og tómstundastarfs í Fjörheimum samkvæmt fyrirmælum yfirmanns.
· Hefur að leiðarljósi uppeldis- og forvarnarmarkmið með starfi sínu.
· Leitast við að stuðla að auknum þroska barna og unglinga t.d. með því að leggja áherslu á aukið sjálfstæði þeirra, ábyrgð og virkni í félags- og tómstundastarfi.
· Leitast við að vera góð fyrirmynd barna og unglinga sem sækja félags- og 
tómstundastarfið.


Helstu verkefni:

· Skipuleggur, kynnir og framkvæmir afmarkað verkefni á sviði félags- og tómstundstarfs í samstarfi við forstöðumann Fjörheima til dæmis umsjón með Fjörleik og margs konar fræðslu.

· Sér til þess að börnum, unglingum og öðrum gestum líði vel og finni til öryggis í félags- og tómstundastarfi.

· Sér til þess að reglum í félags- og tómstundastarfi sé framfylgt.

· Skilar skýrslum til forstöðumanns um hin ýmsu verkefni sem unnin eru.

· Annast önnur þau störf sem starfsmanni kunna að vera falin af forstöðumanni og falla innan eðlilegs starfssvið hans.Menntun og hæfniskröfur:


· Æskilegt er að tómstundaleiðbeinandi sé með framhaldsskólamenntun og/eða nokkra reynslu af því að vinna með börnum og unglingum.

· Hafi góða samskipta- og skipulagshæfileika

· Hafi frumkvæði og sýni sjálfstæði í vinnubrögðum

· Æskilegt er að tómstundaleiðbeinandi hafi haldgóða þekkingu í einhverju af eftirtöldum þáttum:

Leiklist, myndlist, tónlist, ljósmyndun eða myndbandagerð, almennri tölvunotkun, Netnotkun eða umbrotsgerð. 
Tæknikunnáttu við uppsetningu t.d. hljóðkerfis, almennri ferðamennsku,
og þekkingu á helstu íþróttum.

Tengsl

Forstöðumaður Fjörheima – framkvæmdarstjóri menningar- og íþróttasviðs, Forvarnar- og æskulýðsfulltrúi - Starfsfólk skóla - Nemendur – Foreldrar.


Reykjanesbær 2014

_________________________ ___________________
Hafþór Barði Birgisson
forstöðumaður Fjörheima.
Fjorheimar.is