Facebook.com Top Module Empty
Forvarnardagur ungra ökumanna í Fjörheimum/ 88 húsinu
Fimmtudagur, 21. september 2017 08:55

Forvarnardagur ungra ökumanna var haldinn í Fjörheimum/ 88 húsinu miðvikudaginn 20. september.

Forvarnardagurinn er samvinnuverkefni á milli FS, TM, lögreglunnar, brunavarna Suðurnesja, Fjörheima/ 88 hússins og Reykjanesbæjar. Markmiðið er að vekja unga ökumenn til umhugsunar um þá ábyrgð sem því fylgir að fá bílpróf og fara út í umferðina. Þetta er gert til þess að auka öryggi í umferðinni og fækka umferðarslysum.

Alls tóku 190 nemendur þátt í forvarnardeginum en þeir fengu m.a. fræðslu um afleiðingar umferðalagabrota, sektir, tjónaskyldu og brot gegn þriðja aðila. Nemendur fengu að prufa ölvunargleraugu og verða viti af umferðarslysi sem var sviðsett á planinu við Fjörheima/ 88 húsið.

 Deila þessari frétt...
Facebook! TwitThis Joomla Free PHP
 
Fjorheimar.is