Facebook.com Top Module Empty
Upplýsingar fyrir þau sem eru að fara á Samfésballið á föstudaginn !
Fimmtudagur, 23. mars 2017 09:40

Mikilvægar upplýsingar fyrir Samfestingsfara og foreldra vinsamlegast lesið vel áður en farið er í ferðina.


*Mæting í Fjörheima – Hafnargötu 88 Kl.17.00 með undirritað leyfisbréf frá foreldri/forráðamanni.
*Passið ykkur á að vera búin að BORÐA VEL og DREKKA VEL áður en þið mætið.
*Við hvetjum ykkur til að mæta í þægilegum fötum og góðum skóm.
*Athugið að Samfés hafa sett viðmið varðandi klæðaburð á þennan viðburð.
Mælt er með því að hver og einn klæði sig siðsamlega og af virðingu við sjálfa/n sig og aðra.

Unglingum er almennt treystandi til þess að dæma um hvað sé viðeigandi en foreldrar og starfsfólk er hvatt til að grípa inn í ef svo er ekki.
Samþykkt af Ungmennaráði Samfés.
*Við treystum því að þið fylgið þessum viðmiðum.

*Ekki koma með neitt aukalega með ykkur.
*Það verða rútur á vegum Hópferða Sævars og þið farið í sömu rútu fram og til baka, þannig að þið getið geymt yfirhafnir (ef það er með) í rútunni.
*Við hvetjum ykkur til að vera ekki með hluti sem ykkur er annt um. Við tökum enga ábyrgð á ykkar eigum.
Armbönd
Armbandið verður sett á ykkur þegar þið komið út í rútu og þið skuluð passa að vera ekki að fikta í því á leiðinni suður
Armböndin eru númeruð og við hvetjum ykkur til að leggja ykkar númer á minnið ef eitthvað kemur uppá.
Þegar rútan kemur að Laugardalshöll fer einn starfsmaður inn í höllina til að byrja með á meðan þið bíðið róleg í rútunni.
Þið farið svo inn í höllina þegar starfsmaður gefur leyfi til þess.

Á ballinu
*Starfsfólk Fjörheima mun vera á svæði D sem er í miðju stúkunni(Sjá mynd)
Ef þið lendið í því að armbandið ykkar slitnar skulu þið fara strax til starfsmanns frá okkur sem reynir að redda ykkur nýju armband.
Hægt er að kaupa pizzur og gos á staðnum en það geta oft myndast langar raðir
Göngum almennilega um. Hendum rusli í ruslatunnur, ekki á gólfið.

Eftir ballið
Þegar ballið er búið eiga allir að koma strax útí rútu. Ekkert hangs.
Rútan okkar mun vera á svæði C sem er á bakvið Laugardalshöll (Sjá mynd)
Það er ekki heimilt að verða eftir í Reykjavík.
Á ætluð heimkoma er um miðnætti. Rúturnar munu aka að öllum grunnskólum Reykjanesbæjar.
Reglur Fjörheima gilda í ferðinni. Agabrot eru litin alvarlegum augum. Haft verður samband við foreldra og þeir beðnir um að sækja unglinginn sinn ef svo ber undir.
Allir unglingar skulu koma og fara með rútu með sinni félagsmiðstöð (enginn á eigin vegum).
Viðburðurinn er tóbaks, áfengis og vímuefnalaus.

Starfsmenn Fjörheima verða með þeim í ferðinni. Ef einhverjar spurningar vakna þá er ykkur velkomið að hringja í
Davíð Örn Óskarsson tómstundarleiðbeinanda Fjörheima í síma 691-4472Deila þessari frétt...
Facebook! TwitThis Joomla Free PHP
 
Fjorheimar.is