Facebook.com Top Module Empty
Hæfileikar Samsuð
Fimmtudagur, 16. febrúar 2017 15:42

Mikið fjör á hæfileikakeppni félagsmiðstöðva á Suðurnesjum sem fór fram í Hljómahöllinni föstudaginn 27. janúar síðast liðinn !

Marcelina Owczarska sigraði hæfileikakeppni Samsuð sem fór fram í Hljómahöll sl. viku. Marcelina dansaði Contemporary dans sem var virkilega fallegur og áhrifaríkur að mati dómnefndar. Danshópurinn Lúxusdýfurnar sigraði í hópakeppninni.

Keppnin er haldin á vegum félagsmiðstöðva á Suðurnesjum og var þetta í fjórða skipti sem þessi viðburður fer fram. Um 250 áhorfendur mættu á keppnina.

Strákarnir í Áttunni fóru á kostum sem kynnar á kvöldsins.

Alls voru fimmtán atriði frá öllum félagsmiðstöðvunum á Suðurnesjum hvert öðru glæsilegra.

Dómarar kvöldsins voru þau Íris Kristinsdóttir, Halla Karen Guðjónsdóttir, Melkorka Rós Hjartardóttir, Sigurður Smári Hansson og Halldór Lárusson.

Eftir keppnina var ball og það voru drengirnir í BLKPRTY sem héldu fjörinu gangandi til loka.

Samsuð vill þakka öllum keppendum fyrir frábæra keppni og einnig Menningarráði Suðurnesja fyrir ómetanlegan stuðning en án þeirra væri ekki mögulegt að halda svona metnaðarfulla og glæsilega keppni.Deila þessari frétt...
Facebook! TwitThis Joomla Free PHP
 
Fjorheimar.is