Facebook.com Top Module Empty
Fræðsludagur Ungmennaráða
Mánudagur, 10. október 2016 00:00

Miðvikudaginn 5.október var haldinn Fræðsludagur á vegum Samsuð (Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) fyrir ungmennaráð bæjarfélaganna á Suðurnesjum og fyrir félagsmiðstöðvaráðin í félagsmiðstöðvunum á Suðurnesjum.
Þar var byrjað á hópefli þar sem Magnús Guðmundsson tómstunda- og félagsmálafræðingur eða öðru nafni Maggi „Pera“ stjórnaði og hristi hópinn allhressilega saman.
Því næst tóku við fyrirlestrar og var hópnum skipt í þrennt,
Þorsteinn Guðmundsson sviðsstjóri í Grindavík fjallaði um ungmennagarðinn í Grindavík og hét fyrirlesturinn hans - Frá hugmynd til framkvæmdar.
Sabína Steinunn Halldórsdóttir verkefnastjóri hjá UMFÍ kenndi ræðumennsku og framkomu.
Daníel Guðni Guðmundsson íþróttafræðingur flutti fyrirlesturinn Sigurvegarinn.

Ótrúlega vel heppnaður dagur og unglingarnir sáttir og komnir á flug í hugmyndavinnu Deila þessari frétt...
Facebook! TwitThis Joomla Free PHP
 
Fjorheimar.is